Rannsóknir
Listi yfir rannsóknir.
Fyrir eftirfarandi blóðrannsóknir þarf að vera fastandi í a.m.k. 8 klst: Insúlín, glúkósi, sykurþolspróf og laktósapróf.
Einstaklingar sem greinast jákvæðir í mótefnamælingunni geta fengið vottorð þess efnis í gegnum vefsíðu Heilsuverndar.
Stærstu starfsstöðvar Sameindar eru í Glæsibæ og Domus Medica.
Sameind á uppruna sinn að rekja til stofnunar St. Jósefsspítala á Landakoti, en sá spítali tók til starfa árið 1902 og var eina kennslusjúkrahús læknaskólans fram til ársins 1930. Spítalinn var byggður á vegum St. Jósefssystra, sem komu til Íslands árið 1896 til að sinna sjúkum. Spítalinn var reistur af dönskum smiðum fyrir erlent sjálfsaflafé reglusystra auk söfnunarfjár sem Jón Sveinsson (Nonni) hafði aflað. Rannsóknarstofa var við spítalann frá upphafi og var hún ætíð rekin sem sjálfstæð eining. St. Jósefsspítali á Landakoti var í forystu með ýmsar nýjungar og var löngum þekktur fyrir einstaka umönnun, afbragðslækna og fyrirmyndarrekstur. Fyrst um sinn var spítalinn ekki rekinn sem hluti af hinu opinbera kerfi, en árið 1976 keypti íslenska ríkið spítalann af St. Jósefssystrum og sameinaði hann síðar við Borgarspítalann. Við þann samruna flutti rannsóknarstofa St. Jósefsspítala í Álfheima 74 undir nafninu Rannsóknarstofan Glæsibæ. Nokkrum árum seinna sameinuðust svo Rannsóknarstofan Glæsibæ og Rannsóknarstofan Domus Medica og fékk sameinuð rannsóknarstofa þá nafnið Sameind.
Starfsmenn
Ár starfandi
Blóðtökustaðir
Álfheimum
Við erum staðsett á 6 stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
Sími 580-9510 | Fax 580-9519
Opið alla virka daga 08:00-16:00
Sími 580 9500
Opið alla virka daga 8:00–12:00
(breyttur opnunartími)
Hjá Sameind starfar hópur sérfræðinga á sviði blóðrannsókna.
Álfheimum 74, 104, Reykjavík
sameind@sameind.is
580 9500