InnskráningGleymt lykilorð

Mótefnamæling - Covid-19

Ekki er þörf á beiðni frá lækni til að koma í mótefnamælingu gegn SARS-CoV-2 veirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Engar tímabókanir, það nægir að mæta á einhverja starfsstöð Sameindar og taka númer. Biðtími er að jafnaði stystur eftir hádegi. Ekki þarf að vera fastandi fyrir Covid-19 mótefnamælinguna. Niðurstöður eru sendar í tölvupósti, á læstri vefslóð, innan sólarhrings frá sýnatöku. Kostnaður við slíka mælingu ásamt blóðsýnatöku er 4.151 kr.

Einstaklingar sem greinast jákvæðir í mótefnamælingunni geta fengið vottorð þess efnis hjá Heilsuvernd með því að senda tölvupóst á netfangið mottaka@hv.is.

Ef um vinnustaði er að ræða er hægt að leita til Vinnuverndar (vinnuvernd.is) eða Heilsuverndar (hv.is) varðandi utanumhald og útgáfu vottorða.

Stærstu starfsstöðvar Sameindar eru í Glæsibæ og Domus Medica.